Íslenskur heilpóstur
Einföld spjöld Tvöföld spjöld Spjaldbréf Prentspjöld Loftbréf
Einföld spjöld Tvöföld spjöld Spjaldbréf Prentspjöld Loftbréf

GRÚSK 5. árg., 4. tbl. 1981 (Nr. 11)

Tvöföld bréfspjöld með 37 mm línu
Í síðasta Grúski lét ég frá mér fara nokkrar hugleiðingar um ákveðin bréfspjöld og þar á meðal 10 aura tvöföld frá 1889/90. Ég gat þess að greinilegan mun mætti sjá á verðgildisreitum spjaldanna og orðrétt segir þar: „Á spjöldum með 37 mm línu er verðgildisreiturinn heill og óskertur á forspjaldi (mynd 6) en á svarspjaldi er efra vinstra horn verðgildisreitsins örlítið stýft (mynd 7). Var þetta byggt á rannsókn margra spjalda, sem öll höfðu þessi einkenni. Á sýningunni FRÍM 80, sem haldin var um það leyti, sem blaðið kom út, áskotnaðist mér spjald, sem ég sá undireins að var með 37 mm línu, en svarhlutinn var með óskertum verðgildisreit og datt mér strax í hug að um afbrigði væri að ræða í útgáfunni. Nú nýlega barst mér bréf frá P. V. A. Hanner í Svíþjóð, sem m. a. safnar bréfspjöldum. Segir hann að í safni sínu séu þessi spjöld, þ. e. Ringström nr. 7 og Ringström nr. 14 I og 14 II (yfirprentunin „Í GILDI / 02-03”) með óskertum verðgildisreit. Lætur hann jafnframt að því liggja að spjaldið með stýfða horninu sé afbrigði. Undir þá skoðun verður að taka þar sem þau eru auðvitað frávik frá þeim sem heil eru. Hins vegar virðist sýnt að fjöldi „stýfðu spjaldanna” sé slíkur að afbrigðið muni jafn algengt hinu heila. Þetta breytir þó ekki því, sem var aðalmarkmið greinarinnar í síðasta blaði, þ. e. að sýna fram á að auðvelt er að greina með skjótum hætti á milli spjalda með annars vegar 36 mm línu og hins vegar 37 mm línu.
Hálfdan Helgason

Íslenska - Home

Tenglar innanhúss
Nokkrar gamlar greinar
um íslensk bréfspjöld

Burðargjöld bréfspjalda
Afhending bréfspjalda


Tenglar utanhúss
Landssamband íslenskra
frímerkjasafnara
FIP Postal Stationery
Commission

The Postal Stationery
Society

Postal Stationery
of Denmark