Icelandic Postal Stationery
Single Postcards Double Postcards Lettercards Printed Matter Cards Aerogrammes
Einföld spjöld Tvöföld spjöld Spjaldbréf Prentspjöld Loftbréf

Hafa ber í huga að þessi grein var skrifuð árið 1990 í GRÚSK nr. 21, tímarit fyrir safnara.
Bear in mind that this article was written in 1990.
T for two . . .
Eins og mörgum söfnurum er kunnugt, kemur fyrir afbrigði í 10 aura merkinu græna með mynd Kristjáns konungs tíunda frá 1921 þar sem bókstafirnir ME í orðinu FRÍMERKI eru samvaxnir.
Afbrigði þetta er skráð í Handbók um íslensk frímerki, sem Félag frímerkjasafnara gaf út á sínum tíma auk þess að hafa verið skráð í Facit og þar sem númer 132vl.
Afbrigði þetta var á sínum tíma til umfjöllunar í Rapporti, félagsriti Islandssamlarna í Svíþjóð og komst t.d. danski frímerkja- fræðingurinn Leif Fuglsig að þeirri niðurstöðu í athugunum sínum að þetta afbrigði kæmi fyrir 5 sinnum í hverri 100 merkja örk verðgildisins, þ.e. merki nr 12, 32, 52,72 og 92. En hann bætir einnig við að sama afbrigði sé einnig að finna í 10 aura merkinu rauða frá 1920 og 10 aura merkinu brúna frá 1932 með mynd Kristjáns tíunda því sama prentplatan hafi verið notuð við þær prentanir. Og auðvitað séu þessi afbrigði svo að finna á yfirprentuðu merkjunum. Og eðli málsins samkvæmt hefur nú Facit einnig skráð afbrigði þessara merkja.

En hér má enn bæta við. Árið 1920 var gefið út 10 aura bréfspjald, bæði einfalt og tvöfalt, með mynd Kristjáns konungs tíunda. Eins og við gerð frímerkjanna var verðgildisreiturinn prentaður í tveimur umferðum, þ.e. annars vegar ramminn og hins vegar sjálft nistið (medaljongen). Við gerð bréfspjaldanna hafa þau verið prentuð tvö og tvö saman og því notaðar tvær prentplötur fyrir rammana. Svo hefur viljað til að önnur þeirra er hin sama og áðurnefnt afbrigði er í. Á tvöföldum spjöldum er afbrigðið alltaf á svarspjaldinu og á einföldum spjöldum, sem hingað til hafa verið aðgreind í tvær gerðir á mislangri efstu línunni, 71 mm á móti 73 mm, er það við skoðun á verulegum fjölda spjalda, ávallt þannig að spjaldið með 71 mm línunni er án afbrigðis en spjaldið með 73 mm línunni er ávallt með afbrigðinu. Því má segja að afbrigðið á 10 aura bréfspjöldunum sé að jöfnu á við hið eðlilega.
Hálfdan HelgasonHome

Web links
Some old articles (mine) on
Icelandic Postal Stationery

Postal Stationery Rates


Interesting links
Icelandic Philatelic Society
FIP Postal Stationery Commission
The Postal Stationery Society
Postal Stationery of Denmark
My Danish friend Toke Nørby

This website is made by Hálfdan Helgason - Reykjavík - Iceland