Íslenskur heilpóstur
Einföld spjöld Tvöföld spjöld Spjaldbréf Prentspjöld Loftbréf
Einföld spjöld Tvöföld spjöld Spjaldbréf Prentspjöld Loftbréf

Hafa ber í huga að þessi grein var skrifuð árið 1986 í Frímerkjafréttir nr. 4. Fréttabréf Klúbbs Skandinavíusafnara.

Árdegis - Síðdegis
Ef undan er skilinn Franco-stimpillinn frá 1897, sem ástæða er til að ætla að aldrei hafi verið til, þótt nefndur sé í bréfi Hannesar Thorarensens til Bretans N.W. Ushers, sbr. Kohl Briefmarken Handbuch, bls. 573 og Íslenzk frímerki í hundrað ár, bls. 211, munu stimplarnir Árdegis og Síðdegis vera fyrstu hliðarstimplarnir, sem notaðir voru hér á landi.
Ekki munu enn hafa fundist nein gögn, sem gefa til kynna hvernig notkun þeirra var fyrirhuguð en svo virðist sem hún hafi verið bæði stopul og handahófskennd, eins og reyndin hefur orðið með ýmsa síðari tíma hliðarstimpla.
Til er reikningur, stílaður á Póststofuna í Reykjavík, frá Samúel Ólafssyni, söðlasmið, og er hann fyrir tvo stimpla (Árdegis og Síðdegis). Kvittað er fyrir upphæðinni, sem er 4 krónur og 40 aurar, þann 11.4.1901.
Mér eru eftirtaldar stimplanir kunnar:
Árdegis
24.11.1902, viðtakandi Eiríkur Briem.
23.02.1903, viðtakandi Eiríkur Briem.
11.12.1903, viðtakandi Eiríkur Sverrisson.
11.12.1903, viðtakandi Láras Thorarensen.
15.12.1903, viðtakandi Lárus Thorarensen.
17.12.1903, viðtakandi Lárus Thorarensen.
05.02.1904, nánari vitneskja ekki fyrirliggjandi.

Síðdegis
24.12.1901, viðtakandi Hinrik Erlendsson.
30.10.1902, viðtakandi Eiríkur Briem.
20.12.1902, viðtakandi Bogi Brynjólfsson.
20.01.1903, viðtakandi Sigurbjörn Á. Gíslason.
07.12.1903, viðtakandi Lárus Thorarensen.
23.02.1904, viðtakandi Guðmundur Pétursson.
? ? bréfspjald skrifað á Eyrarbakka og póstlagt í Reykjavík.

(auðvitað hljóta að vera til fleiri stimplanir og eru þeir, sem vitneskju hafa um það beðnir að veita greinarhöf. hlutdeild þar í.)



Auk áðurnefndra stimplana, sem allar eru, ef undan er skilið póstkortið til Hinriks Erlendssonar, á bréfspjöldum með fundarboðum nema Síðdegis-stimpillinn 30.10.1902 og Eyrarbakkabréfspjaldið, þá er Síðdegis til á bréfi, sem stimplað er 19.11.1901 og eins og sést af upptalningunni hér á undan þá er það elsta hliðarstimplunin með þessum stimplum.
Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi varðandi notkun stimplanna, svo sem að þá hafí átt að nota eingöngu á bréfspjöld með fundarboðum og þá til að sýna að þau hafi borist of seint til að hægt hafi veríð að bera þau út í tæka tíð fyrir fund. Hvort sem sú skýring er rétt eða ekki, þá birtist hér úrklippa úr dagblaðinu Vísi frá 14. janúar 1919 varðandi þessa sjaldséðu hliðarstimpla.

Athyglisvert er að samkvæmt upptalningunni yfir viðtakendur bréfspjaldanna hér á undan fær Lárus Thorarensen 4 og Eiríkur Briem 3, þ.e.a.s. að saman fá þeir sjö af fjórtán spjöldum.
Voru stimplarnír ekki notaðir nema í undantekningartilfellum og þá fyrir kunningsskap ?
Gegn því mælir úrklippan úr Vísi en hinsvegar er einkennilegt að stimplarnir skuli þá ekki vera algengari á þeim aragrúa fundarboða, sem til eru frá árunum 1902 til 1914.


Úr Frímerkjafréttum nr. 5 (1986)

Síðdegis
Í síðasta blaði Frímerkjafrétta birtist skrá, er ég hafði tekið saman um þær Árdegis- og Síðdegis-stimplanir, sem mér vora kunnar. Nú hefur mér borist vitneskja um tvær Síðdegis-stimplanir til viðbótar. Eru þær athyglisverðar að því leyti að þær eru á bréfum en ekki bréfspjöldum. Dagsetning póststimpils fyrra bréfsins er 21.6.1902 og er það frímerkt með 3 aura merki (Tk 12 3/4). Bréfið er stílað á Herra adjunct Pálma Pálsson, Suðurgötu, Reykjavík. Síðara bréfið er póststimplað 22.2. 1905 og er því síðasta mér kunna póststimplunin með þessum hliðarstimpli. Móttakandi bréfsins er Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður í Reykjavík og er bréfið með 6 aura frímerki með mynd Kristjáns konungs níunda. Á þessum tíma var það burðargjald fyrir tvöfalt prentað mál.
Hálfdan Helgason

Home

Web links
Some articles (mine) on
Icelandic Postal Stationery

Postal Stationery Rates
King Christian X
Modern Icelandic
Postal Stationery

Thomsen-cards
Private enterprice
Árdegis/Síðdegis cards


Interesting links
Icelandic Philatelic Society
FIP Postal Stationery Comm.
The Postal Stationery Society
Postal Stationery of Denmark
My Danish friend Toke Nørby
From R. Daebel's interesting site:
Die Bøgh-Fälschungen